Listin að lifa saman ……..

Alla daga er ég velta því fyrir mér hvernig við getum byggt brýr í stað þess að reisa veggi, mætt ótta með vináttu, hatri með kærleika, þröngsýni með víðsýni, fordómum með skilningi, þögn með samræðu.

Byggt á því sem sameinar okkur og tekist saman á við það sem skilur okkur að.

1 Response to Listin að lifa saman ……..

  1. „Er ekki kominn tími til að tengja!“, sungu meðlimirnir í hljómsveitinni Skriðjöklar. Ég tel það tvímælalaust. Vísindi og trú eru að sameinast. Með trú á ég sérstaklega við guðspekina/lífsspekina/spirituality, svæðið, þar sem mannshugurinn tengir sig meðvitað, bæði inn á við, finnur sitt sanna sjálf og út á við, nær tengingu við alheimsvitundina.
    Ég tel, að mestu máli skipti til heilbrigðis og hamingju:
    • hvað þú hugsar og hvernig þú vinnur úr tilfinningum þínum
    • hvernig þú þroskar vitundina – þitt innra sjálf
    • hvernig þér tekst að forðast streitu
    • hvað þú borðar og frásogar eftir máltíð
    • hvernig þú hreyfir þig
    • hvernig þú hvílist
    • hvernig þú kærleiksríkt umgengst ættingja, vini, kunningja og vinnufélaga

    Forsendur:
    • Heildrænt, sjálfbært, réttlátt og heilbrigt samfélag
    • Sérhver ákvörðun hins opinbera verður samtvinnuð í öllum málaflokkum með hag almennings að leiðarljósi

    Sérhver einstaklingur:
    • Þroskar með sér tilfinningagreindina
    • lítur heildrænt á lífið og heiminn
    • virðir þjóðgildin
    • skynjar sig sem hluta af stærri heild og starfar samkvæmt því
    • rannsakar samspil líkama, huga og sálar
    • kannar og samþættir rannsóknir
    • eykur skilning okkar þeirri fornu staðhæfingu, að allt skipti máli
    • finnur jafnvægi ríkja innra með sér og í umhverfinu
    • hefur heilbrigð tilfinningatengsl og hugarró
    • finnur sinn tilgang í lífinu, eitthvað að lifa fyrir
    • skynjar sköpunarmátt sinn sem einstaklingur og í hópi
    • nýtur heilbrigðs sálarlífs, umhverfis og grunnþarfa
    • nýtur öruggs og heilbrigðs fjárhags, lífsstíls, huga og tilfinningalífs

    Hvað getum við gert til að komast þangað?

Leave a comment